Það kom að því

Já gott fólk Jakob fékk 1.sætið á lista Íslandshreyfingarinnar og efast ég ekki um að mikil gleði sé við völd í hans herbúðum enda búinn að bíða eftir þessu lengi.

Ekki er það verra að geta flakkað á milli kjördæma, enda virðist það ekki skipta allt of miklu máli hjá þessu liði í dag, það eina sem skiptir máli er að vera í 1.sæti.
En núna ættu allir að vera voða ánægðir eða að minnsta kosti Margrét Sverris og hennar fólk (sem yfirgaf ekki xF heldur yfirgaf flokkurinn hana) og Jakob. Ég er greinilega ekki í réttum flokk upp á sæti að gera (en algjörlega í réttum flokk upp á allt annað að gera).

En til lukku með þetta Jakob eins og ég segi þá ertu búinn að bíða eftir þessu lengi.

Annars er furðulegt að vera komin í þessa mogga mennigu, er ennþá að reyna að ná tökum á þessu, en það kemur nú vonandi bráðum.


mbl.is Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir það að nú er gamall draumur að rætast hjá Jakobi Frímanni. Ótrúlegt - flakkar á milli kjördæma og flokka. Var í baráttusæti í SV kjördæmi sl. haust hjá Samfylkingunni en fór eftir að hann hafði ekki erindi sem erfiði. Nú er spurningin bara hvort það hafi verið Samfylkingin sem yfirgaf hann eða hvort það var kjördæmið??? Ef það var kjördæmið - þá er spurning hvort það verði ekki aftur

S.Kristjans (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 16:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband