Kosningarnar halda áfram

Þessu er ekki öllu lokið þó svo að almenningur sé búinn að kasta atkvæði sínu.
Kosningarnar voru nokkuð skýrar, Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum og fékk hann 25 menn inn sem þýðir að hann bætti við sig 2.
Sjálfstæðisflokkurinn er því án efa sigurvegari kosninganna sé litið til þess að hann er að bæta við sig fylgi eftir 16 ára setu í ríkisstjórn.

En það voru ekki allir flokkar sem geta fagnað með sama hætti og xD, Framsóknarflokkurinn hlaut hræðilega kosningu og komst maður ekki hjá því að finna til með þeim. Stjórnin hélt velli séu mennirnir einungis taldir en andinn úr xB var farinn. Þeir fóru inn í kosningar með það til hliðsjónar að ef flokkurinn myndi frá slæma kosningu þá væri ekki grundvöllur fyrir því að fara í frekara stjórnarsamstarf og því bar þeim í raun að standa við þau orð sín.

Þetta kemur með vissulega ekki á óvart að ríkisstjórnin haldi ekki áfram en engu að síður læðist það að manni að svo gæti farið að R-lista samstarfi verði komið á, þrátt fyrir það hversu illa Steingrímur J. kemur fram við xB og að mínu mati er það til skammar.
En núna er það bara að bíða og sjá, á Sjálfstæðisflokkurinn og flokkur Samfylkingar samleið, er málefnalegur grundvöllur fyrir því sem og raunhæfur grundvöllur fyrir því að fara í stjórn með þeim? maður veit ekki.

Annað sem er til skammar er hvernig Björn Bjarnason var strikaður út. Björn hefur stuðning minn allan (ekki að hann skipti miklu máli) en tel ég að hann sé hæfur til að gegna öllum þeim stöðum sem hann hefur gengt og hefur hann sinnt þeim með prýði. Menn tala um stöðuveitingar og annað sem núna eiga eftir að koma í ljós - en miða við það sem komið hefur fram þá hefur hann ekki gert neitt rangt - hann fór eftir bókinni. Þá ætti það að segja okkur eitthvað ef lögreglumenn landsins standa við bakið á honum sem og að hann fái góð meðmæli frá því að hann var í menntamálaráðuneytinu. Finnst mér sorglegt að fólk sjái ekki allt það góða sem Björn hefur gert og væri það sorglegt ef hann fengi ekki stöðu í nýrri stjórn eins og hann á fyllilega skilið.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband