Stefnir í vinstri stjórn

Við ættum aðeins að hugsa um þetta og meðan við erum að því þá ættum við líka að hugsa aðeins til baka. Þurfum ekki að hugsa svo langt aftur til að við finnum þann tíma þegar ,,hrein" vinstristjórn var við völd hér á landi við getum horft okkur nær eða til þess tíma þegar R-listinn var við völd í borginni. Á þeim tíma fóru útgjöld upp úr öllu valdi fólk vissi hreinlega ekki hvað það átti að gera - hvað var gert jú útsvar hækkaði alveg í hámark. Skattur og aftur skattur.
Þetta og margt fleira sem fylgt hefur vinstri stjórnum mun verða að veruleika ef úrslitin verða þau sömu og nýjustu tölur úr könnun Gallups gefa upp.

En hvað annað getum við átt von á ef við tekur stjórn vinstri flokka? Gera má ráð fyrir því að hugmyndir þeirra hafi ekki mikið breyst síðan þessir sömu flokkar sett sig upp á móti öllum stærstu framfaramálum í íslensku þjóðfélagi. Breytingar í ríkisrekstri, skattalækkanir, árangur í efnahagsstjórnun, hagvöxtur og kaupmáttur, uppbygging í menntakerfinu, EES-samningurinn og opnun markaða fyrir okkur, hefðu ekki orðið ef sjónarmið stjórnarandstöðunnar hefðu orðið ofan á. Það er engin ástæða til að ætla að málflutningur þeirra í ríkisstjórn yrði mikið betri. Hvar stæðum við núna ef þessi stóru skref í viðskipta- og menntamálum hefði ekki orðið að veruleika sem og ef önnur mikilvæg og erfið skref hefði ekki verið tekin?

Fólk talar um að stjórnarflokkarnir eigi að taka sér PÁSU séu þreyttir en það er málið, flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn verður ekki þreyttur og tekur sér ekki pásu þegar velferð almennings er í húfi.

Hugsum aðeins um þetta


mbl.is Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband