Færsluflokkur: Bloggar
24.4.2007 | 09:04
Stórleikur
Uff spennan er að magnast.
Ég hef trú á mínum mönnum í þessum leik. Þeir eru búnir að læra á það hvernig á að taka ítölsku liðin eftir að hafa bustað Róma í síðustu umferð:)
.. Ronaldo er ennþá alveg glimrandi glaður yfir því að hafa verið valinn besti ungi leikmaðurinn of bara bestur yfir höfuð þannig að hann á eftir að gera einhverjar krúsídúllur í kvöld sem gerir það að verkum að maður missir alveg kontakt við það hvar boltinn er (já og hann líka stundum). Það þýðir heldur ekkert annað fyrir manunited en að vinna þennan leik þar sem síðari leikurinn er á Ítalíu og ef Milan menn skora eitt mark þá er bara ítalska vörnin að fara að tjalda í vítateignum í síðari leiknum.
Þó svo að Milan sé mitt lið á Ítalíu þá eru þeir pappakassarnir í þessum leik - en þeir Maldini og Gattuso eru samt voða fínir drengir, svo lengi sem þeir hegða sér almennilega í kvöld.
Spái að mínir menn taki þetta, en er skuggalega hrædd um það samt að Milan menn eigi eftir að pota einu inn.
2-1 fyrir united, sem gerir síðari leikinn spennó.
Ferguson: Óttast ekki AC Milan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 14:53
Sterkur flokkur - sterk staða
Þessi könnun er ekkert nema góðar fréttir en maður veður þó að taka þessu með fyrirvara, þar sem ennþá er langt í land þar til gengið er til gildra kosninga 12 maí nk.
Þetta kemur mér hins vegar ekkert á óvart ef litið er til þess hve mikið og gott starf hefur verið unnið undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Andríki bendir til að mynda á vissar staðreyndir:
Það er örugglega fátt á vef Hagstofunnar sem gleður stjórnarandstöðuna nú rétt fyrir kosningar og raunar eru líklega fáar íslenskar hagtölur yfirleitt sem kæta stjórnarandstöðuna. Hún situr uppi með það að hafa verið á móti flestu því sem ríkisstjórnin hefur gert í efnahagsmálum, þar með talið því sem mestu skiptir um að hér hefur verið mikið góðæri árum saman, það er að segja einkavæðing og skattalækkanir. Stjórnarandstaðan situr uppi með að hafa hamast gegn öllum umbótum og getur nú ekki eignað sér neitt af þeirri jákvæðu efnahagsþróun sem kjósendur búa við en reynir þess í stað að láta kosningarnar snúast um allt annað en mikilvægustu hagsmunamál kjósenda. Þetta hefur reyndar ekki gengið mjög vel, en stjórnarandstaðan neitar engu að síður að viðurkenna hvað það er sem gagnast hefur best, skattalækkanir og aukinn hlutur einkarekstrar. Það eru því litlar vonir til að umbætur haldi áfram fái stjórnarandstaðan tækifæri til að koma stefnu sinni í framkvæmd. www.andríki.is
Það er mjög gaman að lesa andríki og mæli ég með því að fólk fari þar inn og skoði hvað þau eru að skrifa því þau hafa staðreyndirnar alveg tipp topp og setja þetta skemmtilega upp.
En það eru fleiri atriði sem geta útskýrt þennan góða árangur sem xD er að fá í könnunum. Til að mynda efast ég um að það hafi framhjá einhverjum þær tölur er Hagstöfan sendir frá sér á mánudaginn þar sem kemur fram hve mikið kaupmáttur heimilanna í landinu hefur aukist. Kemur það fram að kaupmáttur jókst um 56% á árunum 1994-2005, sem eru undraverðar tölur. Samhliða þessu telja 60% svarenda í könnun Capacent afkomu sína betri nú heldur en fyrir fjórum árum. Auk þess er vert að koma inn á það að hagur þeirra er lægstar hafa tekjurnar hafur batnað meira en annars staðar, sem eru bara frábærar fréttir og tel ég að enginn sé að fara draga tölfræði Hagsofunnar í efa. Svona er það gaman að telja upp allt það frábæra starf sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið allt frá því að hann komst í ríkisstjórn árið 1991, hlutir sem ekki hefðu orðið að veruleika ef vinstristjórn hefði farið fyrir málum. Þetta eru staðreyndir og Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem lætur verkin tala.
Þessar kannanir Capacent koma ekki síður skemmtilega á óvart ef horft er til þess hve marga nýja þingmenn flokkurinn fengi inn, en þeir gætu orðið allt að 13 talsins, sem yrði tæpur helmingur þingmannahópsins. Þá er gott að koma inn á þær tölur er feministar vilja heyra en það er jú að 7 af þessum 13 nýju þingmönnum yrðu konur. Sem sýnir okkur það bara enn og aftur í verki að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur einstaklingsins og að konur innan Sjálfstæðisflokksins eru duglegar að koma sér á framfæri og sýna hvað þær geta.
Svona er það nú bara.
En aftur að bókunum.
Ásdís Jóna
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 13:12
Ljúfar stundir
Ohh..
Vildi að ég væri 10 ára aftur og gæti tekið þátt. Þessi keppni er örugglega eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í í gegnum tíðina og keppnirnar eru all nokkrar get ég sagt ykkur.
Man að ég mátti ekki fara á Andrés þegar ég var 6 ára, pabba fannst ég of ung (sem var náttúrlega bara rugl..:)..) en fór í fyrsta skiptið mitt 7 ára gömul og þar til ég var 12.
Ég vann aldrei en á nokkra peninga og þá sér í lagi silfur, sem ég hef aldrei verið mjög sátt með enda hefur ,,maður þarf ekki að vinna, bara vera með" hugsun aldrei fest rætur í mínum þankagangi.
En hvað gerðist ekki á þessum leikum, ég fann einn af mínum göllum og hef síðan þá reynt að bæta úr honum. Þessi galli fólst í því að ég var yfir mig forvitin og það mátti ekkert fara framhjá mér (verð að viðurkenna að þessi galli hefur ekki skánað mikið). Það var síðan þannig að Helgi Steinar frændi hljóp úr skrúðgöngunni sem er haldin við opnun leikanna og mín fór þá alveg á flug í forvitninni - horfði á eftir Helga alveg lengi lengi án þess að láta mér detta það til hugar að missa sæti mitt í göngunni, endaði ekki betur en svo að ég labbaði á eitt af umferðaskiltum Akureyrarbæjar og endaði á jörðinni. Góðar minningar það, og núna hef ég það alltaf á bak við eyrað ef ég er að fylgjast með ferðum fólks að það gæti eitthvað verið í vegi mínum sem ég ætti að passa mig á. Gott að maður lærði eitthvað.
En já þetta eru 31. leikarnir í röðinni sem er alveg frábært, spurningin er hins vegar sú að snjórinn á þessum tíma árs hefur verið af skornum skammti undanfarin ár, snjóbyssurnar eru örugglega að gera sitt, en það er ekki gaman að hugsa til þess að grjót og aðrir hlutir sem ekki er holt að skíða á séu ekki huldir snjó. En hvað um það þetta verður örugglega þræl gaman fyrir alla þá 800 keppendur sem taka þátt sem og foreldra þeirra og þá sem koma krökkunum í brautina.
Lifi leikarnir,
Dísin.
Um 800 keppendur á Andrésar andar leikunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 15:46
Það kom að því
Já gott fólk Jakob fékk 1.sætið á lista Íslandshreyfingarinnar og efast ég ekki um að mikil gleði sé við völd í hans herbúðum enda búinn að bíða eftir þessu lengi.
Ekki er það verra að geta flakkað á milli kjördæma, enda virðist það ekki skipta allt of miklu máli hjá þessu liði í dag, það eina sem skiptir máli er að vera í 1.sæti.
En núna ættu allir að vera voða ánægðir eða að minnsta kosti Margrét Sverris og hennar fólk (sem yfirgaf ekki xF heldur yfirgaf flokkurinn hana) og Jakob. Ég er greinilega ekki í réttum flokk upp á sæti að gera (en algjörlega í réttum flokk upp á allt annað að gera).
En til lukku með þetta Jakob eins og ég segi þá ertu búinn að bíða eftir þessu lengi.
Annars er furðulegt að vera komin í þessa mogga mennigu, er ennþá að reyna að ná tökum á þessu, en það kemur nú vonandi bráðum.
Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2007 | 11:10