Ljúfar stundir

Ohh..
Vildi að ég væri 10 ára aftur og gæti tekið þátt. Þessi keppni er örugglega eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í í gegnum tíðina og keppnirnar eru all nokkrar get ég sagt ykkur.
Man að ég mátti ekki fara á Andrés þegar ég var 6 ára, pabba fannst ég of ung (sem var náttúrlega bara rugl..:)..) en fór í fyrsta skiptið mitt 7 ára gömul og þar til ég var 12.
Ég vann aldrei en á nokkra peninga og þá sér í lagi silfur, sem ég hef aldrei verið mjög sátt með enda hefur ,,maður þarf ekki að vinna, bara vera með" hugsun aldrei fest rætur í mínum þankagangi.
En hvað gerðist ekki á þessum leikum, ég fann einn af mínum göllum og hef síðan þá reynt að bæta úr honum. Þessi galli fólst í því að ég var yfir mig forvitin og það mátti ekkert fara framhjá mér (verð að viðurkenna að þessi galli hefur ekki skánað mikið). Það var síðan þannig að Helgi Steinar frændi hljóp úr skrúðgöngunni sem er haldin við opnun leikanna og mín fór þá alveg á flug í forvitninni - horfði á eftir Helga alveg lengi lengi án þess að láta mér detta það til hugar að missa sæti mitt í göngunni, endaði ekki betur en svo að ég labbaði á eitt af umferðaskiltum Akureyrarbæjar og endaði á jörðinni. Góðar minningar það, og núna hef ég það alltaf á bak við eyrað ef ég er að fylgjast með ferðum fólks að það gæti eitthvað verið í vegi mínum sem ég ætti að passa mig á. Gott að maður lærði eitthvað.
En já þetta eru 31. leikarnir í röðinni sem er alveg frábært, spurningin er hins vegar sú að snjórinn á þessum tíma árs hefur verið af skornum skammti undanfarin ár, snjóbyssurnar eru örugglega að gera sitt, en það er ekki gaman að hugsa til þess að grjót og aðrir hlutir sem ekki er holt að skíða á séu ekki huldir snjó. En hvað um það þetta verður örugglega þræl gaman fyrir alla þá 800 keppendur sem taka þátt sem og foreldra þeirra og þá sem koma krökkunum í brautina.

Lifi leikarnir,
Dísin.


mbl.is Um 800 keppendur á Andrésar andar leikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband