Sterkur flokkur - sterk staða

Þessi könnun er ekkert nema góðar fréttir en maður veður þó að taka þessu með fyrirvara, þar sem ennþá er langt í land þar til gengið er til gildra kosninga 12 maí nk.
Þetta kemur mér hins vegar ekkert á óvart ef litið er til þess hve mikið og gott starf hefur verið unnið undir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Andríki bendir til að mynda á vissar staðreyndir:

Það er örugglega fátt á vef Hagstofunnar sem gleður stjórnarandstöðuna nú rétt fyrir kosningar og raunar eru líklega fáar íslenskar hagtölur yfirleitt sem kæta stjórnarandstöðuna. Hún situr uppi með það að hafa verið á móti flestu því sem ríkisstjórnin hefur gert í efnahagsmálum, þar með talið því sem mestu skiptir um að hér hefur verið mikið góðæri árum saman, það er að segja einkavæðing og skattalækkanir. Stjórnarandstaðan situr uppi með að hafa hamast gegn öllum umbótum og getur nú ekki eignað sér neitt af þeirri jákvæðu efnahagsþróun sem kjósendur búa við en reynir þess í stað að láta kosningarnar snúast um allt annað en mikilvægustu hagsmunamál kjósenda. Þetta hefur reyndar ekki gengið mjög vel, en stjórnarandstaðan neitar engu að síður að viðurkenna hvað það er sem gagnast hefur best, skattalækkanir og aukinn hlutur einkarekstrar. Það eru því litlar vonir til að umbætur haldi áfram fái stjórnarandstaðan tækifæri til að koma stefnu sinni í framkvæmd. www.andríki.is

Það er mjög gaman að lesa andríki og mæli ég með því að fólk fari þar inn og skoði hvað þau eru að skrifa því þau hafa staðreyndirnar alveg tipp topp og setja þetta skemmtilega upp.

En það eru fleiri atriði sem geta útskýrt þennan góða árangur sem xD er að fá í könnunum. Til að mynda efast ég um að það hafi framhjá einhverjum þær tölur er Hagstöfan sendir frá sér á mánudaginn þar sem kemur fram hve mikið kaupmáttur heimilanna í landinu hefur aukist. Kemur það fram að kaupmáttur jókst um 56% á árunum 1994-2005, sem eru undraverðar tölur. Samhliða þessu telja 60% svarenda í könnun Capacent afkomu sína betri nú heldur en fyrir fjórum árum. Auk þess er vert að koma inn á það að hagur þeirra er lægstar hafa tekjurnar hafur batnað meira en annars staðar, sem eru bara frábærar fréttir og tel ég að enginn sé að fara draga tölfræði Hagsofunnar í efa. Svona er það gaman að telja upp allt það frábæra starf sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið allt frá því að hann komst í ríkisstjórn árið 1991, hlutir sem ekki hefðu orðið að veruleika ef vinstristjórn hefði farið fyrir málum. Þetta eru staðreyndir og Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem lætur verkin tala.

Þessar kannanir Capacent koma ekki síður skemmtilega á óvart ef horft er til þess hve marga nýja þingmenn flokkurinn fengi inn, en þeir gætu orðið allt að 13 talsins, sem yrði tæpur helmingur þingmannahópsins. Þá er gott að koma inn á þær tölur er feministar vilja heyra en það er jú að 7 af þessum 13 nýju þingmönnum yrðu konur. Sem sýnir okkur það bara enn og aftur í verki að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur einstaklingsins og að konur innan Sjálfstæðisflokksins eru duglegar að koma sér á framfæri og sýna hvað þær geta.

Svona er það nú bara.
En aftur að bókunum.
Ásdís Jóna


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásdís Jóna, nú er útlitið blátt!!!

Þú minnist ekki einu orði á Framsóknarflokkinn í þessum pistli, eða er kannski Framsókn orðin sjálfstæð líka. Það eru tvær hliðar á hverju máli og í þessum pistli sérð þú bara aðra þeirra. Ég bendi þér og öðrum að kíkka á þessar upplýsingar http://www.fjolskylda.is/media/radgjafarstofa/060518_odarri.pdf

Þú segir að: Það séu litlar vonir til að umbætur haldi áfram fái stjórnarandstaðan tækifæri til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Mikið er leiðinlegt að hlusta alltaf á þessa sömu rökleysu fyrir hverjar kosningar. Hvernig geturðu sagt þetta, þegar stjórnarandstaðan hefur ekki fengið tækifæri til þess að koma stefnu sinni í framkvæmd. Þetta eru afleit ummæli og hræðsluáróður af verstu gerð. Það er engum flokki hollt að vera lengi of lengi við völd, sama hvaða flokkur það er.

Það er margt sem þarfnast leiðréttingar í þessu þjóðfélagi, þó svo að fólk hafi efni á því að skulda meira. Hvað með verðbólguna, og háa stýrivexti.

Tökum dæmi: Sá sem tók sér 9 milljóna króna lán í ágúst 2005 á 4,15% vöxtum, borgaði þá 38.918kr á mánuði fyrir lánið. Miðað við sama lán og mánaðarlega afborgun í apríl 2007, þá stendur lánið í 42.715kr. Hækkun upp á 3797 kr. Sé sama aðferð notuð við 18 milljóna króna íbúðarlán, þá var mánaðarleg afborgun í ágúst 2005 = 77.836kr, en í apríl 2007 = 85.430kr. Hækkun upp á 7594kr á mánuði. Mánaðarleg afborgun af 27 milljóna króna láni í ágúst 2005 var: 116.754kr, en væri 128.145kr í apríl 2007. Þetta gerir hækkun upp á 11.391kr á mánuði, á aðeins 20 mánuðum. Þetta er afleiðing, verðtryggingar og verðbólgu og hlýtur þá að vera sérstaklega slæmt fyrir þá sem skulda. Þess má geta að vextir af yfirdráttarlánum eintaklinga eru 23,95%

Bankavexti og dráttarvexti má sjá hér:  http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1824

Dráttarvextir og samanburður við önnur lönd: http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2935

Þú segir einnig að „Samhliða þessu telja 60% svarenda í könnun Capacent afkomu sína betri nú heldur en fyrir fjórum árum.“ Rétt er það, en hvað með hin 40% sem telja afkomu sína verri nú, en fyrir fjórum árum. Hvað með aldraða, öryrkja, námsmenn og innflytjendur. Þær gætu eflaust haft það betra, en þar sem forgangsröðunin í þjóðfélaginu er ekki betri, þá er þetta staðan eins og hún er í dag.

Með kosningakveðju, Jón Óðinn Reynisson 

Nonni (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 17:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband