24.4.2007 | 09:04
Stórleikur
Uff spennan er að magnast.
Ég hef trú á mínum mönnum í þessum leik. Þeir eru búnir að læra á það hvernig á að taka ítölsku liðin eftir að hafa bustað Róma í síðustu umferð:)
.. Ronaldo er ennþá alveg glimrandi glaður yfir því að hafa verið valinn besti ungi leikmaðurinn of bara bestur yfir höfuð þannig að hann á eftir að gera einhverjar krúsídúllur í kvöld sem gerir það að verkum að maður missir alveg kontakt við það hvar boltinn er (já og hann líka stundum). Það þýðir heldur ekkert annað fyrir manunited en að vinna þennan leik þar sem síðari leikurinn er á Ítalíu og ef Milan menn skora eitt mark þá er bara ítalska vörnin að fara að tjalda í vítateignum í síðari leiknum.
Þó svo að Milan sé mitt lið á Ítalíu þá eru þeir pappakassarnir í þessum leik - en þeir Maldini og Gattuso eru samt voða fínir drengir, svo lengi sem þeir hegða sér almennilega í kvöld.
Spái að mínir menn taki þetta, en er skuggalega hrædd um það samt að Milan menn eigi eftir að pota einu inn.
2-1 fyrir united, sem gerir síðari leikinn spennó.
Ferguson: Óttast ekki AC Milan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |