Mennt er máttur

Samfylkingin hefur farið víða undanfarna daga og gerir allt til að vinna inn sér inn punkta hér og þar, merkilegt ef það gengur því stór hluti af því sem maður er að heyra frá þeim er bara einfaldlega ekki rétt.
Ágúst Ólafur aka. Ólafur Ágúst eins of hann var oft kallaður á umræðufundi hér í HÍ, leggur alltaf skemmtilegar spurningar fyrir kjósendur, bara ef hann gæti nú svarað þeim rétt. Í fyrradag var mikið rætt um menntamál bæði í sjónvarpi sem og öðrum miðlum, en inn á þennan málaflokk kemur einmitt Ágúst inn á á blogginu sínu og setur þetta í svona skemmtilegan búning með fullyrðingum og svona. Þá spyr hann  kjósendur hvort að þeir vilji þá ríkisstjórn sem beri ábyrgð á þessu (þ.e.a.s. hvernig málum sé háttað í menntamálum)

Ágúst Ólafur spyr:
Hvort að fólk vilji ríkisstjórn sem er ábyrg fyrir því að Ísland er í 21. sæti af 30 helstu iðnríkjum heims þegar kemur að opinberum útgjöldum í háskólana og hvort að fólk sé sátt við það að Ísland sé í 16. sæti þegar borin eru saman opinber útgjöld til framhaldsskóla.
http://agustolafur.blog.is/blog/agustolafur/- 25.apríl


Hljómar allt mjög illa hjá honum, en já hann væri fallinn á þessu prófi þar sem þessar fullyrðingar hans eru bara eins rangar og þær mögulega gætu verið.  Í tölum OECD fyrir árið 2003 kemur fram að Íslendingar vörðu 1,4% af þjóðarframleiðslu til háskólastigsins sem er yfir bæði meðaltali OECD og ESB-ríkjanna og vermir Ísland tíunda sætið af þeim 30 þjóðum sem eru mældar. En þá er ekki öll sagan sögð því á síðasta ári uppfærði og birti Hagstofa Íslands tölur um útgjöld hins opinbera til fræðslumála. Auk þess að birta nýjar tölur fyrir árin 2004 og 2005 þá var í fyrsta skipti stuðst við endurskoðaðan staðal (COFOG) við flokkun útgjalda og áður birtar tölur fyrir árin 1998 til 2003 eru endurskoðaðar með hliðsjón af honum. Þarna er því í fyrsta skipti birtar tölur samkvæmt sama staðli og önnur OECD-ríki hafa notað. En vá hvað kemur þá í ljós jú þar kemur það fram að útgjöld til háskólamála á Íslandi voru 1,62% og Ísland komið í fimmta sæti OECD-ríkjanna. Árið 2005 er hlutfallið 1,59%.

Þetta þýðir þó ekki að útgjöldin hafi minnkað, þvert á móti. Eins og kunnugt er hefur landsframleiðsla aukist stórlega á sama tímabili og útgjaldaaukningin heldur varla í við aukningu landsframleiðslunnar.

Þetta eru nýjustu upplýsingarnar, maður fer nú að hafa áhyggjur af þessu, þarf ekki að fara hressa aðeins upp á þau gögn sem Ágúst er að vinna með þar sem þessar tölur sem hann setur fram eru bara ÚRELTAR og þetta er ekki einu sinni eina dæmið um það.

En svar mitt við þeirri spurningu er Ágúst setur fram væri, að ég myndi gjarna og vona að ég muni fá þá ríkisstjórn sem ber ábyrgð á þessu góða gengi og sem styður eins vel við menntakerfið líkt og komið hefur fram hér að ofan. 

Til að sýna enn frekar fram á það hve mikil uppbygging hefur verið á sviði menntamál þegar kemur að framhaldsskólastiginu þá mæli ég með að þið farið inn á bloggið hans Gunnars, en hann og fleiri duglegir ugliðar innan xD eru á ferð um austurland og skoðuðu til að mynda Verkmenntarskóla Austurlands í fyrradag, en hann kemur inn á marga góða punkta frá þeirri heimsókn. 

kv.
Ásdís Jóna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband