26.4.2007 | 10:27
Glapræði
Það skemmtilega við pólitíkina er að maður veit aldrei hvað kemur næst og þá á ég sérstaklega við þegar frambjóðendur stjórnarandstöðunnar eru að reyna koma höggi á stjórnina. Það var nú bara síðast í gær sem það gerðist eitthvað óvænt í þeim efnum, en það var þegar Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona VG, sagði í sjónvarpinu að það hefði verið glapræði að einkavæða ríkisbankana og að hún sæi ekki ávinninginn af þeirri breytingu.
Hvar hefur hún verið?..
1993 voru skattgreiðslur bankanna 200 milljónir, en í fyrra námu þær 11,3 milljörðum og þó svo að ég sé ekki búin að taka neitt spes nám til að skilja skatttekjur ríkisins þá hlýtur þetta bara að vera hin ágætasta krónuaukning inn í ríkissjóð, sem hægt er að nota til að gera okkur lífið enn bærilegra.
Athugasemdir
Vissulega og svona lýsandi dæmi fyrir málflutning stjórnarandstöðunnar, berja hausinn við steininn og reyna að finna eitthvað til að gagnrýna sitjandi ríkisstjórn. Hins vegar má spurja sig um viðskiptasiðferði bankanna en að öllum líkindum er um fákeppni að ræða hér á landi og það þarf að skoða það mun betur.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:47
Það má svo ekki gleyma 1000 nýjum störfum í fjármálageiranum. Þau eru ekki nein slor störf.
Annars vilja Kommarnir í VG ríkisvæða sem mest því þeir treysta innvígðum skriffinum miklu betur fyrir rekstrinu heldur nokkurn tíman óbreyttum einstakling.
Fannar frá Rifi, 29.4.2007 kl. 17:05
1000 ný störf bara árið 2006. Hvað með t.d. 2000, 2001, 2002, 2003, 2004... osfrv. :P Hvað ætli þetta séu mörg ný störf?
Reynir Jóhannesson, 30.4.2007 kl. 23:07